Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun Kökur og konfekts. Við hvetjum þig til að kynna þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á https://vinna.kokurogkonfekt.is.
Kökur og konfekt áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Athugið að öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Pantanir gegnum https://vinna.kokurogkonfekt.is eru að öllu jöfnu sóttar. Óskir þú eftir að fá pöntunina þína senda beint heim eða á næsta pósthús getum við komið á móts við þá ósk. Afgreiðslugjald bætist þá aukalega við sendinguna við afhendingu á pósthúsi, en nánari upplýsingar um verð má finna inni á https://www.postur.is/einstaklingar/verdskra/.
Pantanir þurfa að berast að minnsta kosti 2 dögum fyrir afhendingu. Hægt er að óska eftir afhendingu seinna samkvæmt samkomulagi. Óskir þú eftir að fá pöntunina senda með pósti þarftu að reikna aukalega með 1-3 virkum dögum eftir að pöntun er send.
Kökur og konfekt leggur mikið upp úr gæðum á vörunum sínum. Einungis gæða hráefni eru notað við framleiðsluna okkar.
Þar sem vörurnar okkar eru að öllu jöfnu sérpantanir fyrir viðskiptavini er ekki er hægt að skila þeim. Hins vegar ef varan stenst ekki gæða kröfur eða væntingum viðskiptavina leggjum við okkur fram við að leysa úr þeim málum á farsælan veg.
Mosfellsbær, 21.06.2019
